OEKO-TEX® er einnig alþjóðlegur vefnaðar staðall, hann segir þér að allir hlutar af flík eða annarri vefnaðarvöru (hvort sem hún er lífræn eða hefðbundin, þar með talið þræðirnir, litirnir og skreytingar) er algjörlega laus við 100 efni sem eru þekkt fyrir að vera eitruð eða skaðleg. Við höfum trú á OEKO-TEX® staðlinum og allt sem við bjóðum upp á hjá The Simple Folk allt frá hversdags fatnaði til náttfata bera þessa mikilvægu vottun.

GOTS kynnir öðruvísi en jafn mikilvægan staðal sem tryggir að hver einasta vottaða vefnaðarvara er sannarlega lífræn, örugg fyrir þig og jörðina og kemur fram við alla starfsmenn sem koma að því að framleiða vöruna af virðingu.

Við hjá The Simple Folk, höfum ákveðið að við náum mestri hugarró þegar báðir þessir mögnuðu alþjóðlegu staðlar vinna í sameiningu. Þess vegna höfum við gert svo miklar ráðstafanir til að tryggja að nýju lífrænu flíkurnar okkar geta með stolti borið báðar vottanirnar.

Fyrir Abi og mig er nauðsynlegt að þau föt sem börnin okkar klæðast styðji við heilsu þeirra og velferð og að við getum verið viss um að sérhver flík var búin til af ást fyrir þessar fallegu jörð og alla þá sem á henni búa.

Þegar þú sérð orðið ,,lífrænt” eða orðatiltækið ,,gert úr lífrænum efnum” á merki, þá er það jákvætt – en það nær kannski ekki nógu langt. Vefnaðarvara, efni, garn og fatnaður getur verið merktur lífrænn svo lengi sem hann inniheldur 70% náttúrulega lífræna þræði. Það er ekki nóg fyrir GOTS vottun sem krefst að minnsta kosti 95% af lífrænum náttúrulegum þráðum.

Svo sannarlega hreinn staðall.

GOT staðlarnir eru með stórt net sem verja þig og fjölskyldu þína á þrjá stóra vegu með því að veita þér:

Örugga lífræna vöru
Lífræn efni verða að vera vel merkt og haldið sér í lagi fjarri hefðbundnum þráðum í gegnum alla framleiðsluna svo það sé enginn misskilningur eða mengun.
Hvorki lokavaran né pakkningar innihalda formaldehýð, erfðabreytt efni, nanó efni, þungmálma, klór, ilmefni, PVC efni, þalat, eða liti sem gefa frá sér krabbameinsvaldandi efni. Þetta á einnig við um allt framleiðslu- og pakkningarferlið. Allir litir, öll efnameðhöndlun og öll viðbótarefni sem eru notuð eru niðurbrjótanleg og eiturefnalaus.


Vara sem verndar jörðina okkar
Að velja GOTS vottaðar vörur og fylgihluti hjálpar til við að varðveita okkar yndislegu jörð með því að setja viðmið um það hvaða áhrif framleiðsluferli hefur á umhverfi okkar. Vinnuferlar og markmið verða að vera skýr til að losun á úrgangi sé í lágmarki, og nákvæmt yfirlit þarf að vera yfir vatnsnotkun, losun úrgangs og orkunotkun.

Vara sem virðir mannkynið
Til þess að vara fái GOT vottun, þarf að koma fram við allt starfsfólk í framleiðsluferlinu samkvæmt reglum Alþjóðlegu Verkalýðs samtökunum (ILO). Reglur þessar innihalda eftirfarandi atriði:

• Engin nauðungarvinna eða barnaþrælkun.
• Frelsi til að skipuleggja og komast að samkomulagi sem hentar öllum.
• Öruggt og hreint vinnuumhverfi.
• Almennilegt lífsviðurværi.
• Frítími frá vinnu og hæfilegur vinnutími.
• Engin mismunun.

Til að vera viss um að þessum kröfum sé mætt, krefst GOT þess að reglulega séu gerðar botnfalls prófanir, reglulega er farið yfir reikninga og regluleg eftirlit fara fram á staðnum. Ásamt viðeigandi vottunum á öllum stigum rekstrar keðjunnar.

Um leið og við fögnum komu vorsins hér hjá The Simple Folk og kynnum nýju vor/sumar línuna okkar, höfum við fengið glænýja ástæðu til þess að fagna. Allar okkar nýju lífrænu vörur hafa nú fengið GOTS vottun sem þýðir að þær eru ekki aðeins lífrænar, heldur hafa þær fengið lífræna vottun.
Að fá þessa vottun gefur okkar háa staðal fyrir lífrænum barnafatnaði sem unnin er á siðferðislegan hátt alveg nýja merkingu. Til viðbótar við lífræna og OEKO – TEX vottuð efni þá getur þú verið enn vissari í þinni sök um að við tökum örugga, eiturefnalausa, sjálfbæra og siðferðislega rétta framleiðslu mjög alvarlega og sönnunin er í hverri GOTS vottun.

Hvað er GOTS vottun?
GOTS stendur fyrir Global Organic Textile Standard og síðan vottunin var kynnt árið 2006 hefur það sett hæsta staðalinn fyrir framleiðslu á lífrænum þráðum. Þessi alhliða staðall nær yfir allt framleiðsluferlið allt frá hinni sjálfbæru, siðferðislegu uppskeru á okkar lífrænt ræktuðu plöntum til umhverfisvænu og samfélagslega ábyrgu framleiðslu okkar sem og merkingu á vörum okkar.

GOTS vottun er þekkt og samþykkt af öllum stórum heimsmörkuðum, þannig að það skiptir ekki máli hvar lífræni fatnaður þinn og fylgihlutir voru ræktuð og framleidd, þú getur verið alveg viss um að allar vottaðar vörur mæta sömu ströngu kröfum.

Scroll to Top